„Ótrúlega heimskulegt“ hjá Trossard

Trossard gengur af velli í gær.
Trossard gengur af velli í gær. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Roy Keane hafði litla samúð með Leandro Trossard leikmanni Arsenal er Belginn fékk rautt spjald í fyrri hálfleik í leik liðsins við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Trossard var á spjaldi þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að hann gerðist brotlegur.

„Þegar þú ert á spjaldi máttu ekki gefa dómaranum ástæðu til að gefa þér annað spjald. Trossard gaf dómaranum fullkomna ástæðu.

Hann keyrði manninn niður og sparkaði síðan boltanum í burtu. Þetta er ekki einu sinni vafaatriði. Þetta var ótrúlega heimskulegt,“ sagði Írinn á Sky Sports.

Staðan var 2:1 fyrir Arsenal er atvikið átti sér stað. City jafnaði að lokum í uppbótartíma og skiptu liðin með sér stigunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert