Samþykkja að kaupa Everton

Bandarískt fjárfestingafélag nálgast kaup á Everton.
Bandarískt fjárfestingafélag nálgast kaup á Everton. AFP/Paul Ellis

Bandaríska fjárfestingafélagið Friedkin Group hefur komist að samkomulagi við auðkýfinginn Farhad Moshiri um að kaupa 94 prósent meirihluta í enska knattspyrnufélaginu Everton.

Samkvæmt Yahoo er kaupverðið á hlut Moshiri um 500 milljónir punda, 91,3 milljarðar íslenskra króna.

Friedkin Group hafði áður samþykkt að taka yfir félagið í júní síðastliðnum en þá komust aðilar ekki að samkomulagi.

Stjórnarformaður félagsins, Dan Friedkin, er metinn á tæplega 6 milljarða punda, rúmlega eina billjón íslenskra króna, en hann er einnig eigandi ítalska félagsins Roma.

Samkomulag Friedkin Group og Everton er háð samþykki eftirlitsaðila frá ensku úrvalsdeildinni, knattspyrnusambandi Englands og fjármálaeftirlitinu þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert