„Hefði alltaf valið Jackson“

Eiður Smári Guðjohnsen, Bjarni Guðjónsson og Hörður Magnússon voru ekki á sama máli um hver væri besti leikmaður umferðarinnar sem leið í enska boltanum en Völlurinn stóð fyrir verðlaunaafhendingu í gærkvöldi.

Arsenal maðurinn Gabriel var valinn leikmaður umferðarinnar en Eiður Smári var ekki sáttur.

„Ég hefði alltaf valið Nicolas Jackson, tvö mörk og ein stoðsending, og svo velurðu hafsent sem er mjög skrýtið“, sagði fyrrverandi Chelseamaðurinn.

Stjóri umferðarinnar, mark umferðarinnar og skúrk helgarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka