Leikmaður Arsenal alvarlega meiddur?

Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli þurftu á aðhlynningu að halda …
Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli þurftu á aðhlynningu að halda gegn Manchester City. Þá fór Bukayo Saka meiddur af velli í hálfleik. AFP/Paul Ellis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf það sterklega til kynna að einn af leikmönnum liðsins hefði meiðst alvarlega gegn Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn var í Manchester.

Arteta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en liðið mætir Bolton í 3. umferð deildabikarsins á Emirates-vellinum í Lundúnum á morgun.

Arteta gaf lítið upp

„Þið komist að því hverjir eru að glíma við meiðsli þegar við birtum byrjunarliðið á morgun,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum og var því næst spurður að því hvort einhver væri alvarlega meiddur.

„Við þurfum að bíða og sjá með einn þeirra,“ bætti Arteta við en Bukayo Saka fór meiddur af velli í hálfleik.

Þá þurftu þeir David Raya, Gabriel Martinelli, Jurrien Timber og Riccardo Calafiori allir á aðhlynningu að halda gegn City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert