Spænski miðjumaðurinn Rodri er með sködduð liðbönd í hné en þetta staðfestir Manchester City í dag. Rodri fór meiddur af velli gegn Arsenal á sunnudaginn.
Miðjumaðurinn ferðaðist til Spánar í kjölfar meiðslanna en ekki hefur verið staðfest hvort krossband sé slitið en óttast er að Rodri verði lengi frá vegna meiðslanna.
Rodri hefur verið einn albesti miðjumaður heims undanfarin ár.