Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að hann muni tefla fram varaliði í enska deildabikarnum í næstu umferðum.
Man. City lagði Watford að velli, 2:1, í þriðju umferð keppninnar í gærkvöldi.
„Ég tilkynni það núna að í næstu umferð munum við spila þeim leikmönnum sem hafa spilað færri mínútur, eða varaliðinu.
Við munum ekki sóa orku í þessa keppni, það er alveg ljóst,“ sagði Guardiola við fréttamenn eftir leikinn í gærkvöldi.