Sautján ára með tvennu fyrir Arsenal

Ethan Nwaneri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í kvöld.
Ethan Nwaneri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Arsenal lenti ekki í neinum vandræðum með C-deildar lið Bolton Wanderers þegar liðin áttust við í þriðju umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu karla í kvöld. Lauk leiknum með 5:1-sigri Arsenal.

Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri stal senunni er hann skoraði tvennu fyrir Arsenal, sem eru fyrstu mörk táningsins fyrir uppeldisfélagið.

Kai Havertz, Declan Rice og Raheem Sterling komust einnig á blað. Sá síðastnefndi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í þriðja leiknum í öllum keppnum.

Aaron Collins skoraði mark Bolton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert