Enskir fjölmiðlar búast við því að hinn sextán ára gamli Jack Porter spili í marki Arsenal í deildabikarnum gegn Bolton í kvöld. David Raya er meiddur og varamarkmaðurinn ólöglegur.
Norberto Neto er varamarkvörður en hann hefur þegar leikið fyrir Bournemouth í deildabikarnum og má því ekki spila í kvöld. Þriðji kostur er Tommy Setford en hann er meiddur á mjöðm. Porter, sem er er fæddur árið 2008, gæti fengið tækifæri á stóra sviðinu í kvöld.
Reiknað er með að Mikel Arteta geri margar breytingar á byrjunarliðinu fyrir kvöldið en leikjaprógramið er þétt þessa dagana fyrir liðin sem taka þátt í Meistaradeildinni.