Mikil umræða hefur átt sér stað í kjölfar leiks Arsenal og Manchester City um aðferðir Arsenal til að halda fengnum hlut í stöðunni 2:1 og manni færri.
Mikel Arteta sendi skilaboð til Davids Raya að hann skyldi þykjast vera meiddur svo Mikel Arteta gæti komið skilaboðum inn á völlinn til leikmanna sinna en leikhlé eru ekki leyfð í fótbolta.
Fótbolti hefur verið gagnrýndur mikið fyrir leiktafir, leikaraskap og framkomu í garð dómara en í gegnum tíðina hafa bestu liðin oft beitt bellibrögðum til að auka líkurnar á að vinna leiki.
Kerfisbundin brot á lykilmanni hins liðsins hafa þekkst í langan tíma en því fleiri sem taka þátt í þessu, því erfiðara er fyrir dómarann að gefa gul spjöld fyrir, og hópmótmæli þar sem reynt er að hafa áhrif á dómarann og ógna honum eru ein leið sem menn hafa beitt í áratugi.
Regluverkið hefur ekki undan að taka á nýjum aðferðum liða og leikmanna til að svindla og þannig verður það alltaf. Leikurinn verður aldrei fullkominn að því leyti en fjölmiðlar þurfa að hafa aðhald með þessum aðferðum.
Að Arteta hafi svindlað gegn Manchester City er almenn vitneskja því það sást í sjónvarpinu.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.