Stefán mætir Arsenal

Stefán Teitur Þórðarson mætir Arsenal.
Stefán Teitur Þórðarson mætir Arsenal. Ljósmynd/Alex Nicodim

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston North End fá Arsenal í heimsókn í sextán liða úrslitum enska deildabikarins. Manchester City mætir Tottenham en dregið var í gærkvöldi.

Handhafar bikarsins, Liverpool, heimsækja Brighton og Manchester United fær Leicester City í heimsókn á Old Trafford. Leikirnir fara fram í lok október.

Drátturinn í heild sinni:

Brentford - Sheffield Wednesday
Southampton - Stoke
Tottenham - Manchester City
Wimbledon/Newcastle - Chelsea
Manchester United - Leicester
Brighton - Liverpool
Preston - Arsenal
Aston Villa - Crystal Palace

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert