Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui hjá West Ham varð fyrir því óláni að slasa sig er hann var á hliðarlínunni í tapinu gegn Liverpool, 5:1, í enska deildabikarnum í gærkvöldi.
Lopetegui meiddist á kálfa þegar hann hoppaði upp í loftið eftir að hollenski sóknarmaðurinn Crysencio Summerville nýtti ekki færi. Spánverjinn lenti illa og þurfti á hækjum að halda þegar hann yfirgaf Anfield-völlinn.
„Ég get því miður ekki spilað gegn Brentford,“ sagði hann léttur á því á blaðamannafundi í dag en West Ham mætir Brentford í Lundúnaslag á laugardag.