Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, kveðst eiga ýmsa möguleika til að fylla í skarð miðjumannsins Rodri sem leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu vegna slitins krossbands.
Rodri er talinn einn besti varnartengiliður heims og auk þess að vera enskur meistari með City undanfarin fjögur ár var hann í stóru hlutverki hjá Spánverjum í sumar þegar þeir urðu Evrópumeistarar.
„Hann fór í uppskurð í morgun og verður hérna á næsta tímabili. Þetta tímabil er búið en við munum styðja hann skref fyrir skref í endurhæfingunni. Hann gefur liðinu mikið og við eigum engan leikmann eins og hann. En við verðum að leysa fjarveru hans sem lið og finna út hvernig við spilum fullt af leikjum án svona mikilvægs leikmanna," sagði Guardiola á fréttamannafundi í hádeginu.
„Við erum með marga frábæra leikmenn og munum finna lausn á því. Mateo Kovacic, Ilkay Gündogan og John Stones geta spilað þessa stöðu, við eigum ýmsa möguleika," sagði Guardiola.