Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru sagðir vera byrjaðir að leita að eftirmanni hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hags.
Það er enski miðillinn talkSport sem greinir frá þessu en ten Hag, sem er 54 ára gamall, skrifaði undir nýjan samning við United í sumar.
Mikið var rætt og ritað um hollenska stjórann eftir síðasta tímabil og var talið næsta víst að hann yrði látinn fara eftir að United hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
United fagnaði hins vegar sigri í bikarkeppninni eftir sigur gegn Manchester City, 2:1, á Wembley.
Hann skrifaði svo undir nýjan tveggja ára samning í sumar en United hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og er með sjö stig í 11. sætinu.