Englandsmeistarar Chelsea hafa farið vel af stað í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu en þær sigruðu nýliða Crystal Palace, 7:0, í gærkvöldi.
Chelsea var aðeins 1:0 yfir í hálfleik en markið skoraði Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Enska landsliðskonan Lucy Bronze skoraði svo annað mark Chelsea í upphafi seinni hálfleiks en það var hennar fyrsta mark fyrir liðið.
Lucy Bronze’s first Chelsea goal is a SCREAMER! 😱 pic.twitter.com/9rUQW1KkUX
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024
Lauren James, Nathalie Björn og Catarina Macario skoruðu eitt og Guro Reiten tvö.
Cheslea er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið mark á sig í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Liðið mætir næst Manchester United.