Eitt af mörkum tímabilsins (myndsekið)

Cole Palmer átti lygilega frammistöðu í fyrri hálfleik er Chelsea vann 4:2-sigur á Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og gerði Palmer sér lítið fyrir og skoraði fjögur, þar af eitt stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka