Frábær byrjun Liverpool-mannsins

Luis Diaz.
Luis Diaz. AFP/Piero Cruciatti

Luis Díaz hefur farið vel af stað með Liverpool undir stjórn Arne Slot á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og skorað fimm mörk í fimm leikjum.

Á síðasta tímabili skoraði hann fimmt mark sitt í deildinni í febrúar. Á þessu tímabili hefur aðeins Erling Haaland leikmaður Manchester City skorað fleiri mörk á tímabilinu, 10. 

„Þetta er virkilega góð tilfinning. Ég er alltaf að reyna að bæta mig svo að sjá nafnið mitt svona ofarlega á lista af markahæstu mönnum í deildinni gleður mig, þetta er það sem við spilum fótbolta fyrir,“ sagði Díaz í viðtali við Sky.

Liðið vill vinna titla á þessu tímabili sem er fyrsta undir stjórn Arne Slot sem tók við af Jurgen Klopp.

„Við verðum að reyna og við munum reyna að vinna allar keppnir sem við erum að taka þátt í . Það er það sem við stefnum að, það er það sem stjórinn og liðið vill því á síðasta tímabili tókst það ekki. Í ár verðum við að reyna að vinna allt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert