Hádramatískur sigur Arsenal á nýliðunum

Liðsmenn Arsenal fagna marki Kai Havertz í dag.
Liðsmenn Arsenal fagna marki Kai Havertz í dag. AFP/Adrian Dennis

Arsenal tók á móti Leicester í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Leikurinn var stórskemmtilegur og endaði með sigri Arsenal, 4:2.

Eftir sigurinn er Arsenal í 2. sæti deildarinnar með 14 stig en Leicester er enn án sigurs í 16. sæti með 3 stig.

Gabriel Martinell kom Arsenal yfir á 20. mínútu leiksins. Bukayo Saka senti þá boltann upp kantinn á Jurrien Timber sem gaf boltann fyrir markið. Þar stóð Martinelli á vítapunktinum og setti hann boltann auðveldlega í markið framhjá danska markmanninum Mads Hermansen.

Gabriel Martinelli skoraði og lagði upp í dag.
Gabriel Martinelli skoraði og lagði upp í dag. AFP/Adrian Dennis

Martinelli var aftur á ferðinni á 45. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Leandro Trossard. Brassinn lagði þá boltann inn á vítateig gestanna á Trossard sem var einn og óvaldaður og átti hann ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum framhjá Hermansen í marki gestanna.

Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar James Justin hafði minnkað muninn fyrir gestina. Diego Buonanotte sendi þá boltann fyrir markið úr aukaspyrnu og Justin náði skalla að marki sem fór af Kai Havertz og þaðan framhjá David Raya í marki heimamanna.

James Justin skoraði tvö fyrir Leicester í dag.
James Justin skoraði tvö fyrir Leicester í dag. AFP/Adrian Dennis

James Justin skoraði sitt annað mark á 65. mínútu og jafnaði hann þar með leikinn. Wilfried Ndidi átti þá fyrirgjöf frá vinstri á fjærstöngina þar sem Justin lét vaða í fyrsta og söng boltinn í stönginni og inn. Frábær afgreiðsla hjá bakverðinum sem skoraði þar sitt annað mark í leiknum.

Liðsmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að ná inn sigurmarki og leit allt út fyrir að það væri ekki að takast.

Declan Rice og Kai Havertz fagna marki þess síðarnefnda í …
Declan Rice og Kai Havertz fagna marki þess síðarnefnda í dag. AFP/Adrian Dennis

Það hafðist þó á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar Leandro Trossard setti boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka. Boltinn fór þaðan af Wilfried Ndidi og í netið.

Kai Havertz skoraði síðan fjórða mark heimamanna á níundu mínútu uppbótartíma þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir að Hermansen varði skot Gabriel Jesus.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 4:2 Leicester opna loka
90. mín. Oliver Skipp (Leicester) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka