City tapaði stigum í Newcastle

Phil Foden og Erling Haaland.
Phil Foden og Erling Haaland. AFP/Oli Scarff

Newcastle og Manchester City skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Newcastle í dag. 

Manchester City er áfram á toppnum með 14 stig. Newcastle situr í fimmta sæti með 11 stig. 

Newcastle byrjaði viðureignina af miklum krafti. Heimamenn gerðu vel að pressa Manchester City hátt á vellinum og komast í álitlegar stöður en náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi. 

Það var Manchester City sem tók forystuna á 35. mínútu. Þar var Josko Gvardiol að verki en hann fékk boltann vinstra megin í teignum frá Jack Grealish, lék á Dan Burn og lagði boltann síðan í fjærhornið. 

Manchester City með 1:0 forystu í hálfleik.  

Á 56. mínútu slapp Anthony Gordon einn í gegn, fór framhjá Ederson sem tók hann niður og dæmdi Jarred Gillett, dómari leiksins, víti. Gordon fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.   

Þrátt fyrir mikla pressu frá City-mönnum á lokamínútunum urðu mörkin ekki fleiri og lokaniðurstaða því 1:1 jafntefli. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 1:2 Valur opna
47. mín. Shaina Ashouri (Víkingur R.) skorar 1:2 Frábært spil hjá Víkingum og Shaina leggur boltann snyrtilega framhjá Fanneyju í markinu.
Breiðablik 3:2 FH opna
50. mín. Samantha Smith (Breiðablik) fær gult spjald
Keflavík 0:0 Afturelding opna
52. mín. Mihael Mladen (Keflavík) fær gult spjald
Arsenal 2:1 Leicester opna
50. mín. Oliver Skipp (Leicester) fær gult spjald Jahér og hér - Barrott er að missa vitið hérna. Skipp togar Martinelli niður og fær að sjá gula kortið.

Leiklýsing

Newcastle 1:1 Man. City opna loka
90. mín. Rúben Dias (Man. City) fær gult spjald Straujar niður Gordon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert