Arsenal vann magnaðan heimasigur á nýliðum Leicester, 4:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Gabriel Martinelli og Leandro Trossard komu Arsenal í 2:0 en James Justin jafnaði með tveimur mörkum fyrir Leicester.
Var staðan 2:2 fram í uppbótartíma en þá bætti Arsenal við tveimur mörkum. Annað þeirra var sjálfsmark og Kai Havertz skoraði hitt.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.