Ipswich og Aston Villa skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Portman Road í Ipswich í dag.
Aston Villa mistókst því að komast að hlið Liverpool á toppi deildarinnar og situr í fimmta sætinu með 13 stig eftir sex umferðir. Nýliðar Ipswich hafa enn ekki unnið leik en gerðu sitt fjóra jafntefli og eru í fimmtánda sæti deildarinnar með 4 stig.
Liam Delap kom Ipswich yfir stax á 8. mínútu eftir sendingu frá Jack Clarke. Það tók Aston Villa aðeins 24 mínútur að svara því tvívegis því Ollie Watkins lagði upp mark fyrir Morgan Rogers og skoraði síðan sjálfur laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá Leon Bailey.
Delap var síðan aftur á ferðinni þegar hann jafnaði metin fyrir Ipswich í 2:2 á 72. mínútu eftir mikinn sprett upp völlinn.