Stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins West Bromwich Albion lést er hann fylgdi liðinu á útivöll gegn Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í gær.
Hann fann fyrir óþægindum í fyrri hálfleik og fékk aðhlynningu frá læknum á svæðinu. Þrátt fyrir það var hann úrskurðaður látinn áður en tókst að flytja hann á sjúkrahús.
„West Bromwich Albion er i sárum eftir andlát stuðningsmanns á leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Félagið hefur haft samband við fjölskyldu mannsins. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.