Ten Hag: Erum á sömu blaðsíðu

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Paul Ellis

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist ekki vera að spá í framtíð sinni hjá félaginu eftir 3:0-tap liðsins gegn Tottenham í dag.  

„Nei, ég er ekki að hugsa um það. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að halda samstarfinu áfram, eigendurnir, starfsmennirnir og leikmennirnir í sumar, sagði ten Hag aðspurður um hvort hann sé að spá í framtíðina.  

Manchester United hefur byrjað tímabilið illa og er í 12. sæti deildarinnar með sjö stig. 

„Við vissum að þetta myndi taka tíma, miðað við hvernig glugginn fór. Leikmenn eins og Ugarte komu seint inn. Einnig þurfum við að bæta skipulag, eitthvað um meiðsli, við þurfum tíma, sagði ten Hag.  

„Við erum öll á sömu blaðsíðu eða á sama bátnum, eignarhaldið, starfsmennirnir og einnig leikmennirnir. Ég hef ekki áhyggjur,“ sagði ten Hag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert