Slakir með boltann og verri án hans

Casemiro og Mathijs de Ligt fara yfir málin á Old …
Casemiro og Mathijs de Ligt fara yfir málin á Old Trafford í gær. AFP/Paul Ellis

Fyrrverandi leikmaður Liverpool og Fulham, Danny Murphy, fer ófögrum orðum um frammistöðu Manchester United í tapi liðsins gegn Tottenham í gær. Hann segir hugarfar leikmanna vera áhyggjuefni.

Murphy starfar sem sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina á BBC og í pistli hans í kjölfar 3:0 taps Manchesterliðsins á heimavelli sínum gegn Tottenham segir hann liðið hafa verið skelfilegt varnarlega.

„Eftir að United lenti marki undir tapaði liðið boltanum linnulaust, tapaði návígum og átti í erfiðleikum með að spila boltanum fram völlinn. Leikmenn eltu ekki hlaup andstæðingana og vissu ekki hvern þeir áttu að dekka“, skrifar Murphy.

„Þú getur ekki verið hugrakkur með boltann og reynt að spila í gegnum pressu andstæðingana ef þú ert alltaf hræddur um að fá á þig mark. Það sem þeir gera án boltans er grundvöllurinn fyrir það sem þeir gera með boltann og ef þeir batna ekki varnarlega verða þeir ekki betri með boltann“, sagði Murphy en pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Stigataflan á Old Trafford í leikslok í gær.
Stigataflan á Old Trafford í leikslok í gær. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert