Hvalreki fyrir Arsenal

Mikel Merino er kominn aftur til æfinga hjá Arsenal.
Mikel Merino er kominn aftur til æfinga hjá Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Spænski knattspyrnumaðurinn Mikel Merino er mættur aftur til æfinga hjá Arsenal. 

Merino gekk í raðir félagsins í sumar en hann meiddist fljótlega á æfingu og búist var við því að hann yrði frá keppni í rúma tvo mánuði. 

Hann er hins vegar á undan áætlun og gæti tekið þátt með Arsenal í stórleik gegn París SG í Meistaradeildinni á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert