Kostar þrjá milljarða að reka ten Hag

Erik ten hag er knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten hag er knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Manchester United þyrfti að punga út yfir þremur milljörðum íslenskra króna til að reka knattspyrnustjóra karlaliðsins Erik ten Hag. 

Ten Hag er óvinsæll í Manchester-borg en liðið er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex umferðir. 

Manchester United tapaði fyrir Tottenham, 3:0, á heimavelli um helgina og vilja margir stuðningsmenn liðsins sjá Hollendinginn fara. 

Enskir miðlar greina hins vegar frá því að það myndi kosta Manchester United 17,5 milljónir punda eða yfir þrjá milljarða íslenskra króna að reka hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert