United áfrýjaði og Fernandes ekki í bann

Bruno Fernandes mótmælir dómnum.
Bruno Fernandes mótmælir dómnum. AFP/Paul Ellis

Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sleppur veið leikbann, þrátt fyrir að hann hafi fengið rautt spjald í leik liðsins við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

United áfrýjaði rauða spjaldinu og sú áfrýjun bar árangur og aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar viðurkenndi mistök.

Fernandes verður því til taks er United mætir Aston Villa, Brentford og West Ham í næstu þremur leikjum liðsins í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert