Ferguson mælir með arftaka ten Hags

Farið er að hitna undir Erik ten Hag.
Farið er að hitna undir Erik ten Hag. AFP/Darren Staples

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur mælt með því að karlaliðið ráði Ítalann Massimiliano Allegri sem knattspyrnustjóra fari svo að Hollendingurinn Erik ten Hag verði látinn taka pokann sinn.

Farið er að hitna undir ten Hag eftir slæma byrjun Man. United á tímabilinu þar sem liðið situr í 12. sæti með sjö stig eftir sex leiki.

Ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að Allegri, sem síðast stýrði Juventus, sé ofarlega á blaði hjá Rauðu djöflunum og að Ferguson styðji heilshugar við þann möguleika að Ítalinn verði ráðinn til starfans.

Ten Hag er sagður hafa tvo leiki til þess að bjarga starfi sínu, erfiða útileiki gegn Porto í Evrópudeildinni annað kvöld og gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert