Ten Hag: Ekkert til að hafa áhyggjur af

Eri ten Hag
Eri ten Hag AFP/Ian Kington

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki miklar áhyggjur af gengi liðsins, þrátt fyrir að það sé í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tapið gegn Tottenham, 3:0, á sunnudag.

„Það er ekkert létt í þessu, en þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við getum komið okkur úr þessari stöðu,“ sagði Ten Hag í samtali við Sky Sports.

United hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu níu leikjum tímabilsins í öllum keppnum. Einn af þeim var gegn Barnsley úr C-deildinni í deildabikarnum.

„Ég vann titla öll sex árin mín hjá Ajax og við stefnum alltaf á titla hjá þessu félagi. Við erum öll saman í þessu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert