Tekur Portúgalinn við af ten Hag?

Marco Silva gæti tekið við Manchester United.
Marco Silva gæti tekið við Manchester United. AFP/Andy Buchanan

Sætið hollenska knattspyrnustjórans Eriks Ten Hag hjá Manchester United er orðið ansi heitt eftir slæma byrjun á tímabilinu. Liðið er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eftir 3:0 tap fyrir Tottenham á sunnudag.

Enski blaðamaðurinn Duncan Castles, sem skrifar m.a. í Sunday Times, greinir frá í dag að Portúgalinn Marco Silva sé einn þeirra stjóra sem forráðamenn United eru með í huga, fari svo að ten Hag verði rekinn.

Silva hefur gert flotta hluti með Fulham á undanförnum árum, en hann hefur einnig stýrt Everton og Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Massimiliano Allegri og Gareth Southgate hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Hollendingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert