Eigandi Forest kærður

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, þungur á brún.
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, þungur á brún. AFP/Paul Ellis

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óviðeigandi hátterni eftir 0:1-tap karlaliðsins fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Marinakis, sem er 57 ára gamall, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og rauk niður í leikmannagöngin eftir leik. Þar hafi hann hagað sér með óviðeigandi hætti.

Grikkinn hefur til 7. október til þess að bregðast við kærunni. Verði hann fundinn sekur má hann eiga von á því að fá sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka