Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.
Guardiola hefur þjálfað Man. City undanfarin átta ár og rennur núgildandi samningur hans út að loknu yfirstandandi tímabili, í júni 2025.
Á fréttamannafundi var Spánverjinn spurður út í framtíð sína og vísað til þess að stuðningsmenn liðsins vildu ólmir fá að vita hvað hann hefði í hyggju eftir tímabilið.
„Ég sagði það í byrjun þessa fréttamannafundar að ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál. Það sem gerist gerist,“ svaraði Guardiola.