Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst ekki setja það fyrir sig að spila í hádeginu á laugardögum.
Liverpool heimsækir Crystal Palace klukkan 11.30 í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Fyrirrennari Slots, Jürgen Klopp, kvartaði reglulega yfir þeim leiktíma og þótti það sérstaklega skrítið að Liverpool spilaði oftar en nokkurt annað lið á þeim tíma og mjög gjarna eftir að hafa átt leik í Evrópukeppni nokkrum dögum fyrr.
„Í Hollandi eru þeir betur með á nótunum og reyna að hjálpa liðunum sem keppa í Evrópu. En til að gæta sanngirni gagnvart Enska knattspyrnusambandinu þá er leikjadagskráin okkar svo þétt að það er rosalega erfitt að skipuleggja þetta.
Ef það væri erfitt að spila klukkan 11.30 þá er ég mjög heimskur knattspyrnustjóri því ég er með æfingar á hverjum degi klukkan 11,“ sagði Slot á fréttamannafundi í morgun.