Jota hetjan í torsóttum útisigri Liverpool

Diogo Jota skoraði sigurmarkið í dag.
Diogo Jota skoraði sigurmarkið í dag. AFP/Paul Ellis

Liverpool vann torsóttan útisigur á Crystal Palace, 1:0, í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Diogo Jota reyndist hetja gestanna sem eru nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og Eddie Nketiah kom boltanum í netið eftir einungis 20 sekúndna leik. Flaggið var hins vegar réttilega farið á loft en Nketiah var rangstæður og taldi markið því ekki.

Fljótlega tóku gestirnir svo öll völd á vellinum og voru um 80% með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn. Portúgalinn Diogo Jota kom Liverpool yfir á 9. mínútu eftir góða sókn þar sem Cody Gakpo renndi boltanum fyrir markið á Jota.

Yfirburðir Liverpool héldu áfram eftir markið en þrátt fyrir að nánast einoka boltann gekk liðinu illa að skapa alvöru færi. Jota fékk fínt tækifæri til að bæta við sínu öðru marki á 34. mínútu eftir góða sókn og fyrirgjöf Ryans Gravenberch en Portúgalinn hitti ekki boltann úr algjöru dauðafæri.

Heimamenn voru þó mjög nálægt því að jafna metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Varnarmaðurinn Maxence Lacroix átti þá góða sendingu upp miðjan völlinn á Ismaila Sarr sem var skyndilega kominn í hörkufæri einn gegn Alisson Becker. Sarr náði föstu skoti í hornið en Alisson sá við honum með virkilega góðri vörslu og voru það því gestirnir sem leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Jota svo annað upplagt tækifæri til að bæta við marki. Trent Alexander-Arnold átti þá frábæra fyrirgjöf úr aukaspyrnu en Jota náði ekki að stýra skalla sínum á markið úr frábæru færi.

Skömmu síðar fékk Nketiah svo fínt færi til að jafna. Heimamenn unnu boltann þá framarlega á vellinum en Alisson varði frekar slakt skot Nketiah frá vítateigslínu.

Á 79. mínútu urðu gestirnir svo fyrir áfalli þegar Alisson varð að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri. Hinn afar trausti varamarkmaður Liverpool, Caoimhín Kelleher, var ekki í leikmannahópnum og kom því Vitezslav Jaros inn í stað Alisson. 

Fimm mínútum síðar fékk Palace svo sitt besta færi í leiknum eftir góða skyndisókn. Varamaðurinn Jean-Philippe Mateta setti Eberechi Eze þá í gegn en skot hans var mjög slakt og Jaros varði vel frá honum úr algjöru dauðafæri.

Síðustu mínútur leiksins voru heldur betur stressandi fyrir Liverpool-menn en Palace var í dauðaleit að jöfnunarmarki. Allt kom þó fyrir ekki en gestirnir vörðust virkilega vel og gáfu svo gott sem engin færi á sér.

Það var því Liverpool sem vann heldur betur torsóttan sigur, 1:0 og styrkti með því stöðu sína á toppnum. Liðið er nú með fjögurra stiga forskot á Manchester City og Arsenal sem eiga þó leik til góða. Palace er enn án sigurs en liðið situr í fallsæti með einungis þrjú stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þór/KA 0:0 Víkingur R. opna
1. mín. Leikur hafinn Víkingar byrja leikinn.
Fram 0:0 Vestri opna
1. mín. Leikur hafinn Fram byrjar með boltann og leikur til austurs í átt að Hólmsheiðinni. Fram í bláu búningunum sínu en gestirnir í hvítum.
Arsenal 0:0 Southampton opna
1. mín. Leikur hafinn Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
FH 0:0 Þróttur R. opna
1. mín. Leikur hafinn Þróttarakonur byrja leikinn.

Leiklýsing

Crystal Palace 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Heldur betur torsóttur sigur Liverpool sem styrkir stöðu sína á toppnum!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka