Hamrarnir fóru illa með nýliðana (myndskeið)

West Ham fór illa með nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeild karla en þeir sigruðu leikinn, 4:1, í London í dag.

Michail Antonio kom West Ham yfir á fyrstu mínútu leiksins en gestirnir jöfnuðu fimm mínútum síðar. Mohammed Kudus kom svo West Ham aftur yfir á 43. mínútu og staðan var 2:1 í hálfleik.

Jarrod Bowen skoraði svo þriðja og Lucas Paquetá fjórða og þannig endaði leikurinn.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka