Jöfnunarmarkið fékk ekki að standa (myndskeið)

Leicester City sigraði Bournemouth, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Leicester  í dag.

Hinn 19 ára gamli Facundo Buonanotte skoraði sigurmarkið á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá James Justin.

Lewis Cook setti boltann í netið beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en markið var dæmt af þar sem liðsfélagi hans, Evanilson, var rangstæður.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka