Markaveisla í ensku úrvalsdeildinni

Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal í dag.
Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal í dag. AFP/Paul Ellis

Fimm leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og óhætt er að segja að flóðgáttir hafi opnast en tuttugu og fjögur mörk voru skoruð í þessum leikjum.

Toppliðin sigruðu sína leiki

Arsenal tók á móti Southampton þar sem nýliðarnir komust óvænt yfir með marki frá Cameron Archer. Arsenal liðið kom hinsvegar til baka og vann 3:1 sigur með mörkum frá Kai Havertz, Gabriel Martinelli og Bukayo Saka. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig en Southampton er í 19. sæti með 1 stig.

Manchester City vann þá Fulham á heimavelli, 3:2, þar sem gestirnir komust yfir með marki frá Andreas Pereira áður en Mateo Kovacic skoraði tvívegis fyrir Englandsmeistarana. Jeremy Doku skoraði síðan þriðja mark heimamanna áður en Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir gestina. Manchester City situr í 2. sæti deildarinnar en Fulham er í því sjötta.

Markaveislur í öðrum leikjum

Brentford vann Wolves í miklum markaleik, 5:3, en þar voru öll mörk leiksins skoruð í fyrri hálfleik. Nathan Collins kom Brentford yfir áður en Matheus Cunha jafnaði fyrir Úlfana. Bryan Mbuemo skoraði úr vítaspyrnu en aftur jöfnuðu gestirnir með marki frá Jörgen Strand Larsen. Christian Nörgaard, Ethan Pinnock og Fabio Carvalho skoruðu síðan fyrir heimamenn áður en Rayan Ait Nouri minnkaði munin fyrir gestina. Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat allan tímann á varamannabekk Brentford. Brentford fer með sigrinum í 9. sæti deildarinnar með tíu stig en Wolves er enn á botni deildarinnar með eitt stig.

West Ham vann þá Ipswich á heimavelli, 4:1. Michal Antonio skoraði fyrsta mark heimamanna áður en Liam Delap jafnaði fyrir gestina. Það voru síðan Mohamed Kudus, Jarrod Bowen og Lucas Paqueta sem skoruðu fyrir West Ham. West Ham kemst í 12. sæti deildarinnar með þessum sigri en Ipswich er í 17. sæti með fjögur stig.

Þá vann Leicester fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar liðið lagði Bournemouth, 1:0, á heimavelli. Facundo Buonanotte skoraði sigurmark Leicester. Leicester situr í 15. sæti með sex stig en Bournemouth er í 13. sæti með átta stig.

Öll úrslit:

Arsenal - Southampton 3:1
0:1 - Cameron Archer
1:1 - Kai Havertz
2:1 - Gabriel Martinelli
3:1 - Bukayo Saka

Manchester City - Fulham 3:2
0:1 - Andreas Pereira
1:1 - Mateo Kovacic
2:1 - Mateo Kovacic
3:1 - Jeremy Doku
3:2 - Rodrigo Muniz

Brentford - Wolves 5:3
1:0 - Nathan Collins
1:1 - Matheus Cunha
2:1 - Bryan Mbuemo
2:2 - Jörgen Strand Larsen
3:2 - Christian Nörgaard
4:2 - Ethan Pinnock
5:2 - Fabio Carvalho
5:3 - Rayan Ait Nouri

West Ham - Ipswich 4:1
1:0 - Michal Antonio
1:1 - Liam Delap
2:1 - Mohamed Kudus
3:1 - Jarrod Bowen
4:1 - Lucas Paqueta

Leicester - Bournemouth 1:0
1:0 - Facundo Buonanotte

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert