Glæsileg endurkoma Brighton gegn Tottenham (myndskeið)

Brighton átti frábæra endurkomu gegn Tottenham í 3:2-sigri liðsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Brighton lenti 2:0 undir í fyrri hálfleik en Brennan Johnson og James Maddison skoruðu mörk Tottenham.

Yankuba Minteh minnkaði muninn í 2:1 og Georginio Rutter jafnaði metin á 58. mínútu. Danny Welbeck skoraði svo sigurmarkið með flottum skalla á 66. mínútu.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka