Inzaghi sagður hafa neitað Manchester United

Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter Mílan, á að hafa hafnað því …
Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter Mílan, á að hafa hafnað því að taka við Manchester United. AFP/Gabriel Bouys

Staða Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, er sögð slæm en úrslit undanfarinna leikja hafa sett Hollendingin í klemmu. Nú fullyrðir Tancredi Palmeri, ítalskur blaðamaður, að forráðarmenn Manchester United hafi sett sig í samband við Simone Inzaghi, þjálfara Inter Mílan, og beðið hann um að taka við liðinu. Ítalinn hafi hinsvegar neitað því boði.

Palmeri heldur því fram að forráðarmenn United hafi beðið Inzaghi að stíga frá borði hjá Inter til þess að taka við Manchester United í komandi landsleikjaglugga. Inzaghi á að hafa tjáð forráðarmönnum enska liðsins að hann hafi engan áhuga á að taka við liðinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framtíð Erik ten Hag en spilamennska liðsins upp á síðkastið hefur orðið til þess að margir stuðningsmenn og stjórnarmenn félagsins hafa lýst yfir áhyggjum sínum.

Nú síðast lét Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, hafa eftir sér í viðtali að það væri ekki hans ákvörðun hvort Erik ten Hag yrði rekinn eða ekki og að hann kysi að svara ekki spurningunni hvort að hann styddi það að ten Hag yrði áfram knattspyrnustjóri United.

Manchester United fer á Villa Park í Birmingham í dag og tekur á móti Aston Villa. Ef illa fer þar þá gætum við séð nýjan mann í brúnni þegar Manchester United mætir aftur til leiks eftir komandi landsleikjahlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert