Ótrúlegur endurkomusigur Brighton

Danny Welbeck tryggði Brighton sigurinn í dag.
Danny Welbeck tryggði Brighton sigurinn í dag. AFP/Justin Tallis

Brighton tók á móti Tottenham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleika en að lokum voru það heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en leikurinn endaði með sigri Brighton, 3:2.

Tottenham komst yfir á 23. mínútu þegar að Brennan Johnson skoraði eftir sendingu frá Dominik Solanke. Það var síðan James Maddison sem tvöfaldaði forystu gestanna á 37. mínútu með skoti sem Bart Verbruggen, markvörður Brighton, hefði átt að verja.

Endurkoma Brighton hófst með marki frá Yankuba Minteh á 48. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Gerginio Rutter metin eftir undirbúning Kaoru Mitoma.

Það var síðan gamli refurinn Danny Welbeck sem tryggði heimamönnum sigurinn með góðum skalla á 66. mínútu.

Eftir leikinn er Brighton í sjötta sæti með 12 stig en Tottenham er í 9. sæti með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert