Rautt spjald í jafntefli á Stamford Bridge

Noni Madueke skoraði jöfnunarmark Chelsea í dag.
Noni Madueke skoraði jöfnunarmark Chelsea í dag. AFP/Adrian Dennis

Chelsea tók á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikið var á Stamford Bridge vellinum í Lundúnum og endaði leikurinn með jafntefli, 1:1.

Eftir leikinn er Chelsea í 4. sæti með 14 stig en Nottingham Forest er í því níunda með 10 stig.

Nýsjálendingurinn Chris Wood kom Nottingham Forest yfir á 49. mínútu þegar hann potaði boltanum yfir línuna eftir skalla frá Nikola Milenkovic.

Heimamenn jöfnuðu metin á 57. mínútu þegar Noni Madueke skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Cole Palmer.

Gestirnir urðu manni færri á 78. mínútu eftir að James Ward Prowse var vikið af velli með rautt spjald.

Þrátt fyrir að fjórtán mínútum hafi verið bætt við leikinn tókst hvorugu liðinu að skora sigurmarkið og endaði leikurinn því með jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert