Sláarskot í markalausu jafntefli (myndskeið)

Aston Villa tók á móti Manchester United á Villa Park í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og endaði leikurinn með markalaus jafntefli.

Bruno Fernandes komst næst því að skora fyrir gestina þegar hann átti sláarskot beint úr aukaspyrnu en Jaden Philogene stal næstum sigrinum í uppbótartíma fyrir heimamenn en skot hans fór í varnarmann.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka