Ten Hag: Góður persónuleiki í liðinu

Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Miguel Riopa

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchestere United, var nokkuð sáttur með 0:0-jafntefli liðsins gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

United er með átta stig í 14. sæti eftir sjö leiki.

„Við vorum vel skipulagðir og það er góður persónuleiki í liðinu, seigir og ákveðnir, svo það er góður andi í liðinu. Við fengum nánast ekki færi á okkur, þegar þú verst svona þá getur þú verið heppinn eins og með færið á fjær í lokinn, það var nánast eina færið sem þeir fengu.

Við vorum góðir þegar við vorum með boltann og sköpuðum einhver færi en ekki mörg. Þetta var mjög jafnt, við áttum skot í stöngina og Rashford fékk færi, liðin voru mjög jöfn,“ sagði Erik ten Hag eftir leikinn í viðtali við Sky Sports.

United hefur haldið hreinu þrisvar sinnum á tímabilinu en þetta var þriðji deildarleikurinn í röð sem liðið skorar ekki mark og það hefur aðeins skorað fimm mörk á tímabilinu hingað til. Southampton er eina liðið sem hefur skorað færri með fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert