Gary O'Neil er öruggur í starfi sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves.
Það er Telegraph sem greini frá þessu en Wolves hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og situr í neðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Wolves hefur tapað fjórum leikjum í röð en O'Neil tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í ágúst á síðasta ári, fimm dögum áður en tímabilið hófst í ensku úrvalsdeildinni.
Hann náði mjög góðum árangri með liðið á sínu fyrsta tímabili, þar sem flestir bjuggust við að liðið myndi falla um deild, en Wolves endaði í 14. sæti deildarinnar síðasta vor.
Næstu leikir Wolves í deildinni eru gegn Mancehster City og Brighton í október og svo gegn Crystal Palace, Southampton, Fulham og Bournemouth í nóvember.