Enska landsliðið í fótbolta verður án Kobbie Mainoo, Ezri Konza og Morgan Gibbs-White í næsta verkefni en þeir meiddust allir með félagsliðum sínum í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi.
Mainoo hjá Manchester United og Ezri Konza hjá Aston Villa meiddust báðir í leik liðanna á sunnudag og Gibbs-White meiddist í leik Nottingham Forest og Chelsea.
England mætir Grikklandi á heimavelli 10. október og Finnlandi á útivelli þremur dögum síðar í Þjóðadeildinni.