Versta byrjun Manchester United í 35 ár

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United. AFP/Paul Ellis

Það eru komin 35 ár síðan enska knattspyrnufélagið Manchester United fór jafn illa af stað í efstu deild Englands.

United gerði markalaust jafntefli gegn Aston Villa í 7. umferð deildarinnar í Birmingham í gær og situr liðið í 14. sæti deildarinnar með átta stig.

United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum en liðið fór jafn illa af stað tímabilið 1989-90, þegar Sir Alex Ferguson stýrði liðinu.

Þá endaði United í 13. sæti deildarinnar og er það versti árangur United undir stjórn Skotans Fergusons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert