Flatbökukeðjan Domino's skýtur föstum skotum á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, í færslu á samfélagsmiðlinum X.
Sætið hjá ten Hag er orðið mjög heitt eftir slæma byrjun á tímabilinu og spá því margir að hann verði rekinn innan skamms.
Domino's á Englandi er að leita að starfsfólki fyrir keðjurnar sínar og birti mynd þess efnis á miðlinum og skaut á ten Hag í leiðinni, þar sem tekið er fram að keðjan ætli ekki að ráða Hollendinginn.
Myndina má sjá hér fyrir neðan.
you need the right people for the top jobs pic.twitter.com/Rb8DUbwF2G
— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) October 7, 2024