Eiður: Þetta er bannað í fótbolta!

Í Vellinum á Símanum Sport í gær ræddu þau Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir og þáttastjórnandinn Hörður Magnússon um undarlegt rautt spjald sem James Ward-Prowse fékk í leik Nottingham Forest og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

„Fyrra spjaldið er bara tiltölulega eðlilegt, þangað til við sjáum seinna spjaldið. Það er aðeins óeðlilegt. Þarna, þetta er bannað í fótbolta! Mér er alveg sama hvar þú ert á vellinum,“ sagði Eiður Smári.

„Hvað er hann að gera?“ velti Margrét Lára fyrir sér.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert