Enski knattspyrnumaðurinn Harry Maguire, miðvörður Manchester United, verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í markalausu jafntefli liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Maguire meiddist í fyrri hálfleik og var tekinn af velli í leikhléi. Sást hann haltra í spelku eftir leikinn og var því óttast um möguleikann á alvarlegum meiðslum.
Miðvörðurinn reyndi sagði hins vegar svo ekki vera á Instagram-aðgangi sínum í dag:
„Ég er svekktur yfir því að hafa meiðst um helginga, ég verð frá í nokkrar vikur en kem sterkari til baka,“ skrifaði Maguire.