Eiður Smári: Það var smá húllumhæ

„Það var smá húllumhæ í kjölfarið á þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport um atvik í leik Chelsea og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi.

Seint í leiknum sauð upp úr þegar Neco Williams hjá Forest hrinti Marc Cucurella á Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea.

„Út af svona atviki getur komið æsingur. Chelsea-leikmenn bregðast við, Nottingham Forest-leikmenn bregðast við og svo byrjar darraðardans á hliðarlínunni,“ hélt Eiður Smári áfram.

Umræðu hans, Harðar Magnússonar og Margrétar Láru Viðarsdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka