Félögin kærð en Jackson sleppur

Nicolas Jackson fær ekki bann, þrátt fyrir að slá andstæðing.
Nicolas Jackson fær ekki bann, þrátt fyrir að slá andstæðing. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea og Nottingham Forest vegna hegðunar leikmanna er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag.

Upp úr sauð á 88. mínútu og nokkrir leikmenn hópuðust saman. Nicolas Jackson hjá Chelsea sló Morata hjá Nottingham Forest í andlitið í áflogunum, en sleppur þrátt fyrir það við kæru og bann.

Félögin eiga væntanlega yfir höfði sér sekt, en Chelsea hefur þegar verið sektað fyrir leikinn þar sem liðið fékk sex gul spjöld. 

Leikurinn endaði 1:1 og er Chelsea í fjórða sæti með 14 stig. Forest er í tíunda sæti með tíu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka